Myndir úr heilsu- og góðgerðahlaupi
Þrátt fyrir kalt veður tóku rúmlega 400 manns, bæði nemendur og starfsfólk, þátt í Heilsu- og góðgerðahlaupi Borgarholtsskóla 10. apríl. Hópurinn gekk, hjólaði eða hljóp þessa tæplega 8 kílómetra leið og fór hver á sínum hraða.
Myndband frá upphitun í bílaporti.
Þeir sem komust alla leið fengu íþróttamætingar fyrir en helsta markmið hlaupsins var að hvetja Borghyltinga til hreyfingar og síðast en ekki síst að safna peningum til stuðnings skóla í þorpinu Jaranwala í Pakistan.