Úrslit í stærðfræðikeppni

16/3/2013

  • Jóhanna afhendir verðlaun fyrir 10 efstu sætin

Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanema var haldin í Borgaholtsskóla föstudaginn 8. mars. Þetta var í fjórða sinn sem skólinn hélt slíka keppni. Buðum við skólum úr Grafarvogi, Árbæ, Norðlingaholti, Grafarholti, Mosfellsbæ og Kjalarnesi að senda keppendur.

Að þessu sinni tóku 145 nemendur þátt.  Þeir komu úr Rimaskóla, Foldaskóla, Vættaskóla, Norðlingaskóla, Varmárskóla, Árbæjarskóla, Lágafellskóla og Ingunnarskóla.

Stærðfræðikeppni 2013
Allir sem tóku þátt fengu send
viðurkenningaskjöl. Nemendum sem lentu í efstu tíu sætunum í hverjum árgangi var boðið í verðlaunahóf ásamt forráðamönnum. Hófið var haldið í Borgarholtsskóla 11.mars. 

Stærðfræðikeppni 2013Þeir nemendur sem voru í einhverju af 10 efstu sætunum í 10. bekk fengu gjafabréf fyrir skólagjöldum á haustönn 2013 ef þeir velja að koma í Borgarholtsskóla. Einnig voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum árgangi; páskaegg frá Borgarholtsskóla og vasareiknar frá Heimilistækjum.


Efstu sæti í 8. bekk
Margrét Rún Styrmisdóttir Vættaskóli
Þorsteinn Freygarðsson Árbæjarskóli
Davíð Sindri Pétursson Varmárskóli
Efstu sæti í 9. bekk
Diljá Guðmundsdóttir  Lágafellsskóli
Heiðrún Líf Reynisdóttir Lágafellsskóli
Elvar Wang Atlason Árbæjarskóli
Efstu sæti í 10. bekk
Davíð Phuong Xuan Nguyen Foldaskóli
Þórður Ágústsson Foldaskóli
Sólveig Daðadóttir Norðlingaskóli
Logi Kristjánsson Lágafellsskóli
Aníka Linda Hjálmarsdóttir Rimaskóli
Sigurður Gunnarsson Foldaskóli
Arna Karen Jóhannsdóttir Varmárskóli
Dagur Adam Ólafsson Árbæjarskóli
Brynjar Halldórsson Rimaskóli
Sonja Orradóttir Varmárskóli


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira