„Hef bætt tækni og leikskilning“

16/3/2013

  • Keiluferð hjá afreksíþróttasviði

Ungmenni sem vilja ná langt í íþróttum og námi geta valið spennandi framhaldsskólanám í Borgarholtsskóla. Á afreksíþróttasviði er mögulegt að æfa íþrótt sína með álagi afreksmannsins samhliða námi á bóknámsbraut.

Nám á afreksíþróttasviði

Hægt er að velja um eftirtaldar greinar:

  • golf
  • handknattleik
  • knattspyrnu
  • körfubolta
Fótboltahópur á afreksíþróttasviðiNám á bóknámsbraut

Hingað til hafa flestar afreksbrautir gengið út á að stunda nám á íþróttabraut. Í þessu tilviki er það ekki nauðsynlegt. Nemendur geta valið sér það nám sem þeir vilja og því heftir íþróttaiðkun ekki námsmöguleika þeirra.


Þrjár æfingar í viku

Nemendur mæta á þrjár æfingar í viku á vegum skólans samkvæmt stundatöflu (auk æfinga með félagsliðum sínum). Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða tækniþjálfun í hæfilega stórum hópi.

Körfuboltahópur á afreksíþróttasviðiNemendur læra forvarnaræfingar gegn meiðslum, fá fræðslu um mataræði og mikilvægi hvíldar og aðrar forsendur sem þarf til að ná hámarksárangri.

Auk þess er fræðsla um íþróttasálfræði, þjálffræði, jóga og fleiri stoðgreinar sem eru afreksfólki í íþróttum mikilvægar. Einnig er lagt er kapp á að nemendur uppfylli kröfur um námsmarkmið.

Þjálfarar

Fagmenntaðir þjálfarar, sem allir hafa reynslu af því að vinna með bestu íþróttamönnum landsins í þessum aldurshópi, sjá um að þjálfa nemendur. Þjálfarinn heldur sérstaklega vel utan um hópinn og þar myndast góð stemning líkt og í bekkjarkerfi.

Nemendur orða þetta best sjálfir

„Eftir að ég byrjaði í afreks hef ég bætt mig sem leikmann alveg heilmikið bæði tækni og leikskilning,“ segir nemandi á handboltaafrekssviði.

Handboltahópur á afreksíþróttasviði

„Eftir að ég byrjaði á afrekssviðinu í Borgó hafa framfarirnar svo sannarlega sýnt sig! Þvílík snilld sem þetta er, mæli eindregið með þessu fyrir alla sem að hafa áhuga á að ná langt í sinni íþróttagrein,“ segir stúlka á handboltaafrekssviði.


„Ég hef bætt skottækni mjög mikið“ segir afreksknattspyrnumaður.

„Frábært tækifæri að fá að æfa sína íþrótt aukalega í skólanum, hef bætt tæknina mjög mikið síðan ég byrjaði,“ segir afreksfótboltastelpa. 

Nemendur í golfi„Ég mæti á 6 skipulagðar æfingar í viku með afrekinu og mínum golfklúbbi. Árangurinn lætur ekki á sér standa. Ég er mjög ánægður með að ég sótti um á afreksbrautinni í Borgarholtsskóla,“ segir drengur á golfafrekssviði.

„Afreksbrautin er frábær leið til að æfa ennþá meira. Flottar og vel skipulagðar æfingar. Frábær aðstaða til að huga að öllum þáttum íþróttarinnar. Ég er mjög ánægður með afreksbrautina,“ segir ungur afrekskylfingur.

Keiluferð hjá afreksíþróttasviðiInntökuskilyrði

Til að fá inngöngu þurfa nemendur að:
hafa náð gunnskólaprófi
hafa stundað íþrótt sína í nokkur ár
vera vímulausir
skila fyrirmyndar skólasókn


Umsóknareyðublað fyrir afreksíþróttasvið.

Í Borgarholtsskóla er í boði frábært tækifæri fyrir afreksíþróttafólk sem ég hefði svo sannarlega þegið að taka þátt í þegar ég var í framhaldsskóla.

Íris Björk Eysteinsdóttir,
verkefnastjóri afreksíþróttasviðs Borgarholtsskóla


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira