Kennarar á nýsköpunarnámskeiði

12/3/2013

  • Nysk3

Hópur kennara úr Borgarholtsskóla heimsótti á dögunum FabLab smiðju sem staðsett er í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Var heimsóknin liður í námskeiði sem skipulagt er af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Námskeiðið tengist þeirri hugmynd að gera nýsköpunar- og frumkvöðlamennt að miðpunkti náms á bóknámsbrautum BHS.

Nysk2Auk sjö kennara úr BHS voru með tveir kennarar úr Fjölbrautarskólanum í Ármúla og tveir starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Tilgangur námskeiðsins er að auka þekkingu kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt og er hugmyndin að það gerist með því að þeir fari sjálfir í gegnum ferlið frá hugmynd til fullbúins viðskiptamódels. Var heimsóknin til Sauðárkróks mikilvægur hluti þess ferlis þar sem þær aðstæður sem fyrir hendi eru í FabLab-smiðjunni gera fólki kleift að breyta hugmynd eða skissu á blaði í fullbúna frumgerð. Var unnið að ýmsum frumgerðum svo sem óróum, skartgripum, frumlegum tímaritahillum og hleðslNyskopunustandi fyrir síma og önnur smátæki. Tíminn var líka nýttur til að læra um gerð viðskiptaáætlana en um það efni mun síðasti hluti námskeiðsins sem fer fram í byrjun apríl snúast. Fyrirhugað er að námseiðinu ljúki með samkeppni milli kennara um bestu nýsköpunarhugmyndina.Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira