Stærðfræðikeppni grunnskólanema

4/3/2013

  • Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna

Borgarholtsskóli ætlar að halda Stærðfræðikeppni grunnskólanna þetta árið fyrir nemendur í Grafarvogi, Grafarholti, Mosfellsbæ, Norðlingaholti, Kjalarnesi og Árbæ. 

Keppnin hefst kl. 13:30 föstudaginn 8. mars í Borgarholtsskóla og stendur í einn og hálfan klukkutíma. Hún er þrískipt þannig að það vera sérstök verkefni fyrir 8., 9. og 10. bekk. Verkefnin eru í formi þrauta frekar en hefðbundinna stærðfræðidæma og eru þau leyst án vasareiknis.

Í fyrsta hluta eru krossaspurningar og gefin eru 3 stig fyrir hvert rétt svar, en 1 mínus stig fyrir vitlaust svar. Það er því betra að sleppa spurningu heldur en að giska á svarið. Í öðrum hluta eru fjórar spurningar, sem gilda 5 stig hver, þar sem eingöngu rétt svar gildir. Í þriðja hluta eru tvö dæmi sem hvert um sig gildir 10 stig og við mat á lausnum er tekið tilit til frágagns og skýrleika í framsetningu.

Viðurkenningar verða veittar fyrir 10 efstu sætin í hverjum árgangi. Borgarholtsskóli gefur páskaegg fyrir efstu þrjú sætin og fyrir fyrsta sæti fá nemendur vasareikni frá Heimilistækjum.

Sendar verða út tilkynningar til þeirra skóla sem eiga nemendur í 10 efstu sætunum í hverjum árgangi og fá þeir boð í verðlaunahóf sem haldið verður í Borgarholtsskóla fyrir nemendur, forráðamenn þeirra og kennara. Viðurkenningarskjöl sendum við svo til skólanna fyrir aðra þátttakendur.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira