Listasmiðir í skólanum

26/2/2013

  • Kajakar smíðaðir af Inga Boga og Ingólfi

Á myndinni með þessari frétt má sjá þrjá kajaka sem Ingi Bogi Bogason aðstoðarskólameistari og Ingólfur Hreiðarsson kerfisstjóri hafa smíðað.

Ingi Bogi segir þannig frá smíðinni á sínum kajak sem er lengst til vinstri á myndinni (með loki) og ber nafnið „Geirfuglinn“ (Great Auk): Kajakinn minn er 21,5 kg en ber mig og drjúgan farangur, alls 130 kg. Ég man ekki eftir öðrum farartækjum, utan reiðhjóls, sem bera 6-7-falda eigin þyngd. Tveggja tonna jeppi ber ekki einu sinni eigin þyngd! Smíðin tók u.þ.b. eitt og hálft ár. Útkoman var kajak, án nokkurrar skrúfu, nagla eða annarra málmhluta, afar sterkbyggður en léttur.

Aleutesque kajaek í eigu Ingólfs Hreiðarssonar

Ingólfur hefur smíðað tvo sjókajaka frá grunni en þeir eru gerólíkir að útliti. Sá minni, sem er í miðju á myndar, heitir „Teista“ eða Guillemot og er byggður í anda Inúita eskimóa á Grænlandi.

Lengsti kajakinn, sem er til hægri á myndinni, heitir Aleutesque. Nafnið vísar til Aleuta eskimóa sem bjuggu á Aleuta eyjum norðan Kamtsjaka og yfir til Alaska.

Vefsíða Nick Shade kajak-hönnuðarHefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira