Glæsiballið tókst glæsilega!
Húsfyllir var á glæsiballinu í Súlnasal Hótels Sögu sl. fimmtudag. Jóhannes Haukur og Helga Braga fluttu gamanmál og Páll Óskar hélt uppi stuði fram á nótt. Gómsætur maturinn var borinn fram af kennurum og öðru starfsfólki skólans.
Öll umgjörð og framkvæmd glæsiballsins var til fyrirmyndar og eiga nemendur hrós skilið fyrir það hvernig tókst til. Þjónustulið Súlnasalar lýsti yfir hrifningu sinni á þessum ungu gestum; einn starfsmaður sagði: „Við viljum oftar fá svona prúða og glæsilega gesti til okkar!“
Myndir af facebook síðu Nemendafélags BHS