Toyota gefur dísilvél

4/2/2013

  • Rúnar Hjartarson og Úlfar Steindórsson frá Toyota, Kristján M. Gunnarsson kennslustjóri og Ingi Bogi Bogason aðstoðarskólameistari frá Borgarholtsskóla

Á dögunum fékk Borgarholtsskóli afhenta fullbúna 8 strokka dísilvél, sömu gerðar og notuð er í Land Cruiser 200. Toyota á Íslandi gaf vélina sem notuð verður í kennslu í bifvélavirkjun við skólann. Gjöfin á eftir að koma sér vel þar sem um nýjustu tækni er að ræða í hreyflum sem brenna dísileldsneyti.

Myndin var tekin þegar vélin var afhent. Frá vinstri eru þeir Rúnar Hjartarson og Úlfar Steindórsson frá Toyota, og svo Kristján M. Gunnarsson kennslustjóri og Ingi Bogi Bogason aðstoðarskólameistari frá Borgarholtsskóla.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira