Fáðu já!

30/1/2013

  • Fáðu já! stuttmynd

Í morgun var myndin Fáðu já! sýnd í sal Borgarholtsskóla. Þessari 20 mínútna löngu stuttmynd er ætlað að skýra mörkin milli kynlífs og ofbeldis, vega upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar, brjóta ranghugmyndir á bak aftur og innræta sjálfsvirðingu í nánum samskiptum.

Myndin er áhrifamikil og virtist höfða til þeirra nemenda sem á horfðu. Þó umfjöllunarefnið sé alvarlegt var húmor í myndinni sem kallaði fram bros á andlitum áhorfenda.

Handritshöfundar myndarinnar eru Brynhildur Björnsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. Hún er gefin út með styrk frá innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og velferðarráðuneyti. Myndin var sýnd í grunn- og framhaldsskólum um allt land í dag.Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira