Leikfélag BHS sýnir GRIMMD

30/1/2013

  • Leikritið Grimmd verður frumsýnt 8. febrúar

Leikfélag BHS sýnir leikrit byggt á þremur hryllilegum Grimmsævintýrum.  Nemendur unnu handritið úr þremur sögum undir handleiðslu leikstýrunnar Jennýjar Láru Arnórsdóttur.

Eins sjá nemendur um allar hliðar sýningarinnar: hönnun, markaðssetningu, búninga, smink, leikmuni, tónlist, lýsingu og hljóðmynd.

Frumsýnt verður 8. febrúar kl. 20:00 í Tjarnarbíói. Aðrar sýningar verða dagana 9.-14. febrúar. Miðasala er hafin á midi.is og kostar miðinn aðeins 1.000 kr.
Athugið að leikritið er ekki fyrir viðkvæma.Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira