Verðlaun fyrir smásögur á ensku

25/1/2013

  • Ásta Laufey enskukennari afhendir verðlaun

Fimmtudaginn 24. janúar veittu enskudeildin og Penninn/Eymundsson nokkrum nemendum viðurkenningu fyrir smásögur á ensku sem þeir sendu inn í smásagnasamkeppni á vegum FEKI (Félags enskukennara á Íslandi). Allir enskukennarar skólans voru í dómnefndinni sem hafði úr vöndu að ráða enda þátttaka mjög góð.

Hlutskörpust í keppninni voru: Þorsteinn Þór Jóhannesson með söguna Red Sweater (staddur einhvers staðar í Asíu en Þórunn Margrét Sigurðardóttir tók við verðlaunum fyrir hans hönd), Anna Andrea Ottósdóttir með A Day Worth Dying For, Kolbeinn Máni Hrafnsson með The Tragic Tale of Karl Rothbard, Fríða Líf Vignisdóttir með Check-Mate og Anna María Sigurbjörnsdóttir með söguna The Phonecall.

Þau fengu bókagjöf frá Pennanum og konfekt frá enskudeildinni. Kennarar enskudeildarinnar vilja þakka öllum þeim sem tóku þátt og vonast til þess að smásögukeppnin verði árlegur viðburður í Borgarholtsskóla héðan í frá.

Verðlaunafhending fyrir smásögur í ensku
Á myndinni eru frá vinstri: Anna Andrea Ottósdóttir, Kolbeinn Máni Hrafnsson, Þórunn Margrét Sigurðardóttir (f.h. Þorsteins Þórs Jóhannessonar), Anna María Sigurbjörnsdóttir og Fríða Líf Vignisdóttir.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira