Sigur á VA í Gettu betur

22/1/2013

  • Valur Hreggviðsson, Grétar Atli Davíðsson og Daníel Óli Ólafsson

Lið Borgarholtsskóla sigraði Verkmenntaskóla Austurlands með 25 stigum gegn 9 í annari umferð Gettu betur 17. janúar. Við erum þar með komin í átta liða úrslitakeppni í sjónvarpi sem hefst 8. febrúar.

Þetta er frábær árangur hjá liðinu okkar en það skipa: Valur Hreggviðsson, Grétar Atli Davíðsson og Daníel Óli Ólafsson. 

Mótherjar okkar föstudaginn 15. febrúar kl. 20:10 verða Menntaskólinn við Hamrahlíð í beinni útsendingu á RÚV.

Borgarholtsskóli vann Verkmenntaskólann á Akureyri 18-1 í fyrstu umferð.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira