Annar sigur í MORFÍs
Önnur umferð mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi fór fram í sal Borgarholtsskóla mánudagskvöldið 14. janúar.
Í þetta sinn mættum við Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og unnum góðan sigur með 32 stiga mun. Umræðuefnið var ,,Mannkynið" og mælti Borgó á móti.
MORFÍs lið Borgarholtsskóla samanstendur af fjórum stúlkum:
Agnes Lára Árnadóttir, liðsstjóri
Bergþóra Kristbergsdóttir, frummælandi
Júlíana Kristín Jónsdóttir, stuðningsmaður
Silja Ástudóttir, meðmæland
Stelpurnar okkar unnu Kvennaskólann í Reykjavík í fyrstu umferð og nú verður spennandi að sjá hverjir verða mótherjar í 8 liða úrslitum.