Söngkeppni Nemendafélagsins 2013

9/1/2013

  • Söngkeppni Nemendafélagsins 2013

Nemendafélagið heldur Söngkeppni Borgó í Kaldalónssal Hörpunnar þann 16. janúar næstkomandi klukkan 20:00.Það er hægt að skrá sig í keppnina á vef NFBHS. Frestur til að skrá sig er til kl. 23:59 föstudagskvöldið 11. janúar.

Atriðin dæma sig ekki sjálf og því höfum við skipað þaulreynt tónlistarfólk í dómarasætin, þau Regínu Ósk, Sverri Bergmann og Unnstein Manuel. Kynnar kvöldsins verða Hjölli og Egill Örn.

Ásgeir Trausti mætir á svæðið og þenur fallegu raddböndin sín fyrir okkur með Júlla sem er hans stoð og stytta.

Miðasala er hafin og verður hún í matsal skólans fram að keppninni sjálfri. Takmarkaður miðafjöldi í boði!

Verð innan NFBHS: 500 kr.
Verð utan NFBHS: 1000 kr.

Kærar kveðjur
Stjórn Nemendafélags Borgarholtsskóla

Söngkeppni Nemendafélagsins 2013


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira