Útskriftarhátíð í desember 2012

20/12/2012

  • Útskriftarhátíð haust 2012

Útskriftarhátíð Borgarholtsskóla var haldin 20. desember. Að þessu sinni voru 95 nemendur brautskráðir frá skólanum. 18 úr bíliðngreinum, 42 af bóknámsbrautum til stúdentsprófs, 3 af listnámsbraut, 4 úr málm- og véltæknigreinum og 33 af verslunarbraut og þjónustubrautum. Þetta er 17. starfsár skólans.

Útskrift haust 2012

Útskriftarhátíð haust 2012Sem fyrr var útskriftarhópurinn bæði skipaður ungu fólki um tvítugt og fólki á miðjum aldri sem kom í skólann til að efla sig í starfi. En eins og kom fram í máli Bryndísar Sigurjónsdóttur skólameistara kalla hraðar framfarir á símenntun. Ingi Bogi Bogason aðstoðarskólameistari fór yfir það helsta í skólastarfi vetrarins. Alls stunduðu 1426 nemendur nám við skólann á haustönn 2012, eða 1223 í dagskóla og 203 í dreifnámi. 

Að því loknu afhentu kennslustjórar nemendum skírteini um námslok. Margir nemendur fengu viðurkenningu frá skólanum fyrir góðan námsárangur. Pétur Rafn Bryde fékk hæstu einkunn á stúdentsprófi eða 9,85. Það er hæsta einkunn sem nemandi hefur fengið við skólann og jöfnun á fyrra meti.

Útskriftarhátíð haust 2012

Í ræðu sinni til útskriftarnema vitnaði Bryndís skólameistari í nýja stefnuskrá Útskriftarhátíð haust 2012Borgarholtsskóla sem tekur meðal annars fyrir þætti eins og jafnrétti, náungakærleika og sjálfsaga. Við erum stolt af þessum gildum og vonum að þau verði sá sameiginlegi farangur sem útskrifaðir nemendur fari með sér frá skólanum. Hún vonaði að reynsla þeirra af námsdvölinni hafi verið innihaldsrík og þroskandi. Að lokum hvatti hún nemendur til að rækta sig sjálf og láta drauma sína rætast.

Vilhjálmur Vilhjálmsson nýstúdent af félagsfræðabraut flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Chrissie Telmu Guðmundsdóttur, nemandi við Borgarholtsskóla, lék á fiðlu við athöfnina.

Útskriftarhátíð haust 2012

Útskriftarhátíð haust 2012

Útskriftarhátíð haust 2012
Útskriftarhátíð haust 2012
Útskriftarhátíð haust 2012
Útskriftarhátíð haust 2012


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira