Öflugir handboltanemendur

20/12/2012

  • Sunna Rúnarsdóttir og Björgvin Rúnarsson af afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla hafa verið valin í úrtakshóp fyrir U17 ára landslið

Björgvin Páll Rúnarsson, nemandi á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla í handbolta, hefur verið valinn í úrtakshóp fyrir U17 ára landslið drengja. Hópurinn kemur saman til æfinga milli jóla og nýárs undir stjórn Einars Guðmundssonar. Eftir þær æfingar verður valinn 18 manna hópur sem leikur þrjá landsleiki gegn Norðmönnum dagana 4.-6. janúar.

Sunna Rúnarsdóttir, nemandi á afreksíþróttasviði, hefur einnig verið valin í úrtakshóp fyrir U17 ára landslið stúlkna. Hópinnn völdu Unnur Sigmarsdóttir og Díana Guðjónsdóttir en æfingarnar verða milli jóla og nýárs. Landsliðið undirbýr sig fyrir undankeppni EM sem haldin verður í mars 2012.

Við óskum Björgvini og Sunnu til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis á æfingum.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira