Dreifnám Borgarholtsskóla 10 ára
Fimmtudaginn 13. desember fagnaði dreifnám Borgarholtsskóla 10 ára afmæli. Fyrir tíu árum mættu á fjórða tug verðandi bókasafnstækna í skólann til að hefja dreifnám á upplýsinga- og fjölmiðlabraut.
Dreifnámið var nýjung í skólahaldi hér á landi þar sem tvinnað var saman staðbundnu námi og fjarnámi. Fyrirkomulagið gafst vel og hefur dreifnámið aukist að umfangi og dafnað á þeim árum sem liðin eru.
Í dag er boðið upp á dreifnám í bíliðngreinum, á listnámsbraut, upplýsinga- og fjölmiðlabraut, málm- og véltæknibraut og námsbrautum fyrir félagsliða, skólaliða, leikskólaliða, stuðningsfulltrúa í grunnskólum og félagsmála- og tómstundaliða.
Hér fyrir neðan má sjá mynd af fyrsta hópnum sem útskrifaðist úr bókasafnstækni í desember 2004.