Útvarpsleikhús Borgarholtsskóla
Borgarholtsskóli á stóran þátt í útvarpsdagskránni á RÚV um og yfir jólin. Í þættinum Leynifélaginu hefst endurflutningur á jólaleikritinu Leið sjö Álfheimar Tröllaborgir en leikritið er í sex hlutum. Fyrsti hluti verður fluttur fimmtudaginn 11. desember kl. 20 og sá síðasti verður fluttur á síðasta Leynifélagsfundinum fyrir jól föstudaginn 21.desember.
Sprotaleikritið Bak við fjöllin sjö verður svo flutt í útvarpsþættinum Hvað er málið? þann 28. desember kl. 20:30.