Nýjar endurvinnslutunnur

2/12/2012

  • Flokkunarbarir

Það er búið að setja upp flokkunartunnur fyrir sorp á völdum stöðum í skólanum. Þetta er fyrsta skrefið í að bæta endurvinnslu í skólanum. Það er mjög mikilvægt að þessar tunnur séu rétt notaðar, annars gera þær meir ógagn en gagn. Kerfið er reyndar einfalt litakerfi:

Svart – Óendurvinnanlegt sorp (það sem ekki fer í hinar tunnurnar og ef þú ert í vafa um hvert á að setja sorpið).

Grænt – Tómar plastumbúðir. Þetta eru t.d. jógúrdollur og djúsflöskur sem ekki hafa skilagjald.

Rautt – Flöskur með skilagjaldi (gosflöskur (plast og gler) og dósir).

Blátt – Allur pappír (tímarit, dagblöð o.s.frv.) Athugið hérna fara líka djús- og kakómjólurfernur.

Litaflokkun í endurvinnslu

Mundu að ef þú ert í vafa settu það þá í svarta pokann.

Kristinn A. Guðjónsson
umhverfisfulltrúi BHSHefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira