Viðurkenning fyrir jafnréttisfræðslu

26/11/2012

  • Knúz femínískt veftímarit

Bryddað hefur verið upp á þeirri nýbreytni í námsmati að nemendur í áfanganum KYN103 Kynja- og jafnréttisfræðsla við Borgarholtsskóla fá að skrifa blaðagrein. Vefritið knúz hefur birt nokkrar greinar eftir nemendur í áfanganum um hin fjölbreyttustu málefni er varða jafnréttismál:

Kynferðisleg áreitni - hvað er það? eftir Kolbrúnu Sjöfn.
Staðalímyndir í sjónvarpi og kvikmyndum
eftir Vigdísi, Hönnu og Birki Örn.

Hanna Björg er kennari áfangans.

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir heiðruð

Ljósaganga UN Women á Íslandi var í gærkvöldi en gangan markaði upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Gangan hófst í Alþingisgarðinum og endaði við Bíó Paradís á Hverfisgötu. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir og Hildur Lilliendahl leiddu gönguna og voru að henni lokinni heiðraðar fyrir framlag sitt í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi.

Hanna Björg fékk einnig Jafnréttisviðurkenningu Stígamóta árið 2012 í síðustu viku. Í umsögninni segir:

Hanna Björg er frumkvöðull í kennslu kynjafræða fyrir ungt fólk á Íslandi. Hún hefur kennt valáfanga í kynjafræði við Borgarholtsskóla í 5 ár við miklar vinsældir auk þess að vera eftirsóttur fyrirlesari fyrir kennara sem vilja sinna jafnréttisfræðslu. Nemendur Hönnu hafa sjálfir gefið besta vitnisburðinn um árangurinn en þau segjast meðal annars hafa snúið frá karlrembulegum viðhorfum, upplifa sig sem sterkari einstaklinga og óska þess að hafa byrjað að læra kynjafræði fyrr.

Sjá fréttina Stígamótaverðlaunin veitt í dag á visir.is

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá Hönnu ásamt öðrum verðlaunahöfum.

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir tekur við Jafnréttisviðurkenningu Stígamóta árið 2012
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira