Dagur íslenskrar tungu
Föstudaginn 16. nóvember var dagskrá í sal skólans í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Dagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar.
Dagskráin var svohljóðandi:
1. Guðmundur Snorri Sigurðarson flutti frumsamið rapp.
2. Barkarnir, Guðjón Viðar Stefánsson og Marteinn Snævar Sigurðarson (fyrrverandi Borghyltingar) fluttu íslensk sönglög.
3. Ljóðskáldið, verðlaunahafinn og fyrrverandi Borghyltingurinn Dagur Hjartarson las upp úr eigin verkum.
4. Íris Árnadóttir og Kristján Pétur Jónsson fluttu íslenskt sönglag.
Íslenskukennarar stóðu fyrir dagskránni og tóku meðfylgjandi myndir.