Stærðfræðikeppni framhaldsskóla

14/11/2012

  • Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna

Forkeppni Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema 2012-2013 fór fram 9. október. Að þessu sinni tóku 407 nemendur þátt, 227 á neðra stigi og 180 á efra stigi.

Þátttekendur komu frá 19 skólum.Efsti nemandi á efra stigi kom úr MR en sá efsti á neðra stigi var úr Tækniskólanum.

Úr Borgarholtsskóla voru 14 þátttakendur, 1 af neðra stigi og 13 af efra stigi. Á efra stigi var besti árangur 99 stig af 100 mögulegum. Pétur Rafn Bryde, nemandi í Borgarholtsskóla, lenti í 18.-19. sæti með 58 stig. Honum stendur til boða að taka þátt í lokakeppni í mars á næsta ári.

Hér má lesa nánar um keppnina og skoða dæmin. Þess má geta að ekki var heimilt að nota reiknivél við úrlausn verkefna.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira