Stærðfræðikeppni framhaldsskóla
Forkeppni Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema 2012-2013 fór fram 9. október. Að þessu sinni tóku 407 nemendur þátt, 227 á neðra stigi og 180 á efra stigi.
Þátttekendur komu frá 19 skólum.Efsti nemandi á efra stigi kom úr MR en sá efsti á neðra stigi var úr Tækniskólanum.
Úr Borgarholtsskóla voru 14 þátttakendur, 1 af neðra stigi og 13 af efra stigi. Á efra stigi var besti árangur 99 stig af 100 mögulegum. Pétur Rafn Bryde, nemandi í Borgarholtsskóla, lenti í 18.-19. sæti með 58 stig. Honum stendur til boða að taka þátt í lokakeppni í mars á næsta ári.
Hér má lesa nánar um keppnina og skoða dæmin. Þess má geta að ekki var heimilt að nota reiknivél við úrlausn verkefna.