Skýrsla um innra mat 2011-2012

14/11/2012

  • Mynd af skólanum

Á hverju skólaári eru lagðar viðhorfskannanir fyrir nemendur og starfsfólk í Borgarholtsskóla. Þetta er gert í samræmi við fyrirmæli í lögum um framhaldsskóla um mat og eftirlit með gæðum í starfi framhaldsskóla.

Sjálfsmati skólans er ætlað að ná til helstu þátta skólastarfsins; kennslu, stjórnunar og rekstrarþátta, samskipta innan skólans, stoðþjónustu og samskipta við aðila utan skólans sem honum tengjast.

Skýrsla um innra mat í Borgarholtsskóla skólaárið 2011 - 2012.

Á haustönn 2011 voru gerðar kannanir á viðhorfi til skólastarfsins og veru í skólanum meðal eldri og yngri nemenda. Yngri nemendur eru nýnemar hverju sinni og eldri nemendur þeir sem eru á 3. og 4 ári og þar með 18 ára eða eldri.
Helstu niðurstöður úr viðhorfskönnun meðal nemenda má sjá hér.

Á fjögurra ára tímabili er lagt mat á flesta áfanga og allir kennarar eru metnir af nemendum þeirra. Í þetta skipti voru 52 áfangar og 29 kennarar teknir út í nóvember 2011. Í mars 2012 voru 54 áfangar metnir og 23 kennarar. Eftir að niðurstöður úr matinu lágu fyrir fékk viðkomandi kennari þær til yfirlestrar og í maí ræddu kennarar niðurstöðurnar við skólameistara eða aðstoðarskólameistara.

Í maí 2012 var gerð viðhorfskönnun meðal starfsfólks skólans. Þar var meðal annars spurt um vinnuaðstöðu, líðan og samstarf og viðhorf til nemenda og stjórnenda.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira