Íslandsmótið í málmsuðu 2012

13/11/2012

  • Keppandi í logsuðu

Íslandsmótið í málmsuðu var haldið í Borgarholtsskóla laugardaginn 10. nóvember. Keppt var í sex suðuaðferðum til Íslandsmeistara: pinnasuða, ag suða svart, tig suða svart, logsuða, tig suða ryðfrítt og mag suða ryðfrítt.

Þetta var í nítjánda sinn sem keppnin var haldin og voru fimmtán keppendur skráðir til leiks. Gríðarlegur áhugi er fyrir keppninni á meðal málmiðnaðarmanna og hefur skapast samkeppni milli fyrirtækja sem kappkosta að ná Íslandsmeistaratitlum til sinna fyrirtækja. Auk þess er keppt um verðlaun fyrir árangur í einstökum suðuaðferðum.

Íslandsmeistari samanlagt varð Hlynur Guðjónsson hjá Teknís. Torfi Þorbergsson, sem er fyrrverandi nemandi í Borgarholtsskóla, varð í öðru sæti en hann vinnur hjá Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar (VHE).

Torfi Þorbergsson á Íslandsmótið í málmsuðu 2012

Hér er hægt að skoða úrslit í einstökum greinum (pdf-skjal).

Málmsuðufélags Íslands stóð fyrir keppninni en aðalstyrktaraðili hennar var Klif ehf.

Sjá umfjöllun um mótið í fréttum á Stöð2.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira