Sigur í Morfís ræðukeppni

9/11/2012

  • Morfís-lið Borgarholtsskóla 2012-2013

Morfís-lið Borgarholtsskóla vann lið Kvennaskólans í Reykjavík með 187 stiga mun í mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla þann 8. nóvember. 

Lið Borgarholtsskóla skipa þær Júlíana Kristín Liborius Jónsdóttir (stuðningskona), Bergþóra Kristbergsdóttir (frummælandi), Silja Ástudóttir (meðmælandi) og Agnes Lára Árnadóttir (liðsstýra). 

Umræðuefni kvölsins var ,,Neyslusamfélagið" og töluðu okkar konur á móti því. Júlíana var stigahæsti ræðumaður kvöldsins með 561 stig. Viðureignin fór fram í húsnæði Kvennaskólans.

Borgarholtsskóli mætir því sigurvegurum úr keppni Fjölbrautaskólans í Garðabæ við Framhaldsskólans í Mosfellsbæ í 16. liða úrslitum á næsta ári.

Ræðulið Borgarholtsskóla hefur vakið athygli vegna þess að það er eingöngu skipað konum.

Morfís konur 2012-2013Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira