Viðhorfskönnun meðal nemenda
Í október var lögð viðhorfskönnun fyrir alla nýnema og úrtak 225 nema á 3. og 4. ári. Í könnuninni var meðal annars spurt um viðhorf nemenda til skólans, samskipti við kennara, líðan í skóla, félagslífið og stoðþjónustu.
Niðurstöður úr viðhorfskönnun nemenda á haustönn 2012 (pdf-skjal)
Helstu niðurstöður eru þær að yngri nemendur virðast vera aðeins ánægðari en þeir eldri þegar flestir þættir sem varða skólann eru skoðaðir. Flestum líður vel í Borgarholtsskóla og finnst mikilvægt að standa sig vel í náminu.