Þáttur um nauðgunarlyf

30/10/2012

  • Forvarnardagurinn

Miðvikudaginn 31. október kemur Sölvi Tryggvason í heimsókn til okkar í tilefni af forvarnardeginum. Síðasta vor gerði hann þátt um nauðgunarlyf á Íslandi. Sölvi ætlar að sýna nemendum þennan þátt í stofu 103 í hádegishléinu á morgun.

Hann byrjar kl. 12:40 og verður til rúmlega 13:20. Á eftir svarar hann spurningum frá nemendum. Athugið að fyrirlesturinn er ætlaður eldri nemum. Sölvi kemur aftur í lok nóvember og talar við nýnema í lífsleiknitíma.


 Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira