Grunnskólanemar læra á málmbraut

12/10/2012

  • Grunnskólanemar heimsækja málmbraut

Undanfarin haust hafa 10. bekkjar nemar í Kelduskóla, Rimaskóla, Árbæjarskóla,  Varmárskóla og fleiri nágrannaskólum okkar heimsótt málmiðnabraut Borgarholtsskóla. Þessir nemendur hafa valið kennslu í málmgreinum sem valfag. Hér fá nemendur tækifæri til að smíða úr málmi og læra að sjóða.

Í þetta sinn gafst nemendum í fyrsta sinn kostur á að kynnast CNC vélum. Þar hönnuðu þeir kertastjaka í tölvu og renndu hann svo fullbúinn eftir kúnstarinnar reglum. Umsjónarmaður verkefnisins af hálfu Borgarholtsskóla er Egill Þór Magnússon.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira