Grunnskólanemar læra á málmbraut
Undanfarin haust hafa 10. bekkjar nemar í Kelduskóla, Rimaskóla, Árbæjarskóla, Varmárskóla og fleiri nágrannaskólum okkar heimsótt málmiðnabraut Borgarholtsskóla. Þessir nemendur hafa valið kennslu í málmgreinum sem valfag. Hér fá nemendur tækifæri til að smíða úr málmi og læra að sjóða.
Í þetta sinn gafst nemendum í fyrsta sinn kostur á að kynnast CNC vélum. Þar hönnuðu þeir kertastjaka í tölvu og renndu hann svo fullbúinn eftir kúnstarinnar reglum. Umsjónarmaður verkefnisins af hálfu Borgarholtsskóla er Egill Þór Magnússon.