Train for Europe - Reloaded

12/10/2012

  • Train for EUROPE - RELOADED

Kennarar í málminum eru í Evrópuverkefni sem heitir Train for EUROPE - RELOADED. Verkefnið sem hófst haustið 2011 er styrk af Comenius og er Borgarholtsskóli einn 24 skóla víðsvegar í Evrópu sem taka þátt. Aðildarskólarnir ætla að hittast sex sinnum í tengslum við samstarfið og í september var til dæmis farið til Kuopio í Finnlandi.

Verkefnið snýst um að smíða lest og vagna á spori (svipað því sem var gert 2007-2009) en núna þarf að nota meira rafmagn í ferlinu. Smíða á púsluspil úr plexígleri og var úrlausn frá Gylfa Rögnvaldssyni, nemanda í Borgarholtsskóla, notuð sem fyrirmynd. Lestin á að keyra í hring og þegar til dæmis íslenski vagninn fer fram hjá ákveðnum stað í brautinni kemur ljós á plexilglerið fyrir Ísland.

Train for Europe púsl

Á þessum vef má lesa nánar um Train for Europe - Reloaded.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira