Bókmenntaverðlaun

5/10/2012

  • Þar sem vindarnir hvílast og fleiri einlæg ljóð

Þann 3. október hlaut Dagur Hjartarson Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2012 fyrir ljóðahandritið Þar sem vindarnir hvílast og fleiri einlæg ljóð. Dagur útskrifaðist af málabraut Borgarholtsskóla í desember 2005. Hann stundar nú meistaranám í íslenskum bókmenntum og ritlist við Háskóla Íslands.

Ljóðabókin er komin út hjá bókaforlaginu Bjarti og er þetta fyrsta bók höfundar. Fyrir tæpum mánuði hlaut Dagur einnig Nýræktarstyrk Bókmenntasjóðs fyrir smásagnahandritið Fjarlægðir og fleiri sögur sem kemur væntanlega út á næsta ári. Jón Gnarr borgarstjóri afhenti Degi verðlaunin í Höfða en þau nema 600 þúsund krónum.

Dagur Hjartarson hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2012
Dagur ásamt unnustu sinni.Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira