Leonardo Tia verkefni

4/10/2012

  • Fánaberar tóku á móti hópnum á aðaltorginu í Gubbio

Þrír nemendur af listnámsbraut Borgarholtsskóla eru nú í heimsókn í framhaldsskóla á Gubbio á Ítalíu og stunda þar nám í keramikdeild skólans. Leonando Tia verkefnið er samstarfsverkefni skóla frá Ítalíu, Eistlandi, Letlandi og Íslandi með þátttöku 30 nemenda og kennara.

Ásamt að vinna í skólanum hefur hópurinn farið í heimsóknir í heilstu söfnin í Gubbio, ferð til Urbino, Perucia og Asissi. Kennarar sem taka þátt eru Kristveig Halldórsdóttir, verkefnistjóri, Ari Halldórsson og Hákon Már Oddsson. Nemendur eru Agnes Arnardóttir, Inga Harðardóttir og Vigdís Erla Guttormsdóttir.

Tia Leonardo hópur haustið 2012 

Á aðaltorginu í Gubbio var hópur fánabera sem tók sérstaklega á móti okkur til að heiðra komu hópsins, móttökurnar og allt skipulag hefur verið til sóma og mjög lærdómsríkt.

Agnes Arnardóttir, Inga Harðardóttir og Vigdís Erla Guttormsdóttir

 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira