Leonardo Tia verkefni
Þrír nemendur af listnámsbraut Borgarholtsskóla eru nú í heimsókn í framhaldsskóla á Gubbio á Ítalíu og stunda þar nám í keramikdeild skólans. Leonando Tia verkefnið er samstarfsverkefni skóla frá Ítalíu, Eistlandi, Letlandi og Íslandi með þátttöku 30 nemenda og kennara.
Ásamt að vinna í skólanum hefur hópurinn farið í heimsóknir í heilstu söfnin í Gubbio, ferð til Urbino, Perucia og Asissi. Kennarar sem taka þátt eru Kristveig Halldórsdóttir, verkefnistjóri, Ari Halldórsson og Hákon Már Oddsson. Nemendur eru Agnes Arnardóttir, Inga Harðardóttir og Vigdís Erla Guttormsdóttir.
Á aðaltorginu í Gubbio var hópur fánabera sem tók sérstaklega á móti okkur til að heiðra komu hópsins, móttökurnar og allt skipulag hefur verið til sóma og mjög lærdómsríkt.