Þýska og tónlist
Í síðustu viku voru 4 tónlistarmenn úr hljómsveitinni Kommando Elektrolyrik með vinnustofur í nokkrum áföngum í þýsku. Nemendur gerðu lagatexta á þýsku sem þeir Ivo, Lukas, Arne og Patrick fluttu síðan á stuttum hádegistónleikum.
Tilgangurinn heimsóknarinnar var að nemendur kynnist hvernig lag verður til og skapi sína eigin tónlist. Vefsíða hljómsveitarinnar er: http://www.elektrolyrik.de/