Heilsudagur fimmtud. 4. október

27/9/2012

  • Heilsudagur Borgarholtsskóla

Fimmtudaginn 4. október verður Heilsudagur í Borgarholtsskóla. Í frímínútum kl. 9:30 verða nokkrir strákar með parkour sýningu í matsal. Einnig gefst nemendum kostur á að leika sér í körfubolta eða fótbolta á bílaplani. Mötuneytið dreifir ókeypis ávöxtum í tilefni dagsins.

Þennan dag eiga nemendur að fara í hreyfingartíma milli kl. 11:20-12:20. Það er skyldumæting hjá þeim sem eiga að vera í kennslustund á þessum tíma en aðrir nemendur eru að sjálfsögðu velkomnir.

Skráning í matsal mánudag 1. október og þriðjudag 2. október kl. 12:20-13:20. Það er hámarksfjöldi í sumum námskeiðum og nemendur þurfa sjálfir að koma sér á milli staða.

Hreyfing sem er í boði kl. 11:20-12:20 innan og utan skólans

  • Gönguferð (mæting í anddyri skólans)
  • Hot jóga (World class, Egilshöll)
  • Keila (Egilshöll) *500 kr. greiddar við skráningu*
  • Knattspyrna, skautar, zumba og karate (Egilshöll)
  • Körfubolti, handbolti (íþróttahúsið Dalhúsum, við Sundlaug Grafarvogs)
  • Línudans (bílaskáli)
  • Lyftingar, spinning (World class, Spöngin)
  • Ratleikur (mæting í bílgreinaportinu)

Sipp- og armbeygjukeppni í hádeginu

Hver verður sippu- eða armbeygjumeistari Borgarholtsskóla?
Áhugasamir þátttakendur mæti í matsal 4. október til að spreyta sig.

Heilsudagur Borgarholtsskóla

Hreyfing léttir lífið!


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira