Lífshlaupið 2012
Lífshlaupið stendur yfir dagana 3.-16. október 2012. Um er að ræða keppni milli framhaldsskóla landsins og eru allir nemendur og allt starfsfólk skráð til leiks og boðið að taka þátt. Keppnin gengur út á það að hver einstaklingur skráir sína hreyfingu á vefnum lifshlaupid.is.
Keppt er um flesta daga í hreyfingu hlutfallslega miðað við heildarfjölda nemenda og starfsfólks í skólanum. Það er því mikilvægt að sem flestir taki þátt.
Skráning er einföld
Opnið vefinn http://www.lifshlaupid.is
Undir Innskráning er gefið upp: Netfang og símanúmer/lykilorð.
Öll hreyfing telur. Til dæmis ganga, golf, líkamsrækt, keppnisíþróttir og hlaup.
Lífshlaupið er samstarfsverkefni Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og embætti landlæknis og í tengslum við verkefnið Heilsueflandi framhaldsskólI.
Þjálfun bætir árum við lífið og lífi í árin!