Verkefni um næringu

19/9/2012

  • Teiknimynd um heilbrigði

Á síðasta skólaári var þemað næring tekið fyrir í átaksverkefninu heilsueflandi framhaldsskóli. Að því tilefni gerðu nemendur ýmis verkefni.

Nemendur Kristveigar Halldórsdóttur í áfanganum Fjölmiðlatækni - lögmál, aðferðir og rýni (FJL243) á listnámsbraut gerðu skemmtileg myndbönd um næringu og heilsu. Markmiðið var að búa til sögu um heilsu og gera klippikvikunar teiknimynd. Nemendur tókust á við hin ýmsu hlutverk í hópum þar sem þeir skiptu á milli sín verkum sem sögumenn, teiknarar, hönnuðir og tæknimenn. Hér fyrir neðan má sjá tvær þessara mynda.

Mynd eftir Viktor Weisshappel, Guðlaug Halldór og Sóleyju Rós:


Mynd eftir Láru Eygló Helgadóttur og Helgu Arnardóttur:

Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira