Þýskur sendikennari

14/9/2012

  • Wiebke Stein sendikennari í þýsku

Þýskudeildin hefur fengið nýjan liðsmann, Wiebke Stein, sem verður hjá okkur fram á næsta vor. Hún kemur hingað á vegum menntaáætlunar Comeniusar. Nemendur eru hæst ánægðir með að geta spjallað við ekta Þjóðverja. Á myndinni er Wiebke ásamt Sigurborgu Jónsdóttur þýskukennara.

Auk þess heldur þátttaka þýskukennara áfram í PASCH verkefninu sem hófst 2009 og hefur verið mikil lyftistöng fyrir þá og okkar nemendur. Að venju fóru þrír nemendur á þriggja vikna sumarnámskeið í Þýskalandi sér að kostnaðarlausu og komu upptendraðir til baka yfir öllu því sem þeir höfðu upplifað og lært.

Nú í september koma til okkar fjórir tónlistarmenn og verða með vinnustofur í nokkrum áföngum. Auk þess flytja þeir texta nemenda á sinn hátt á stuttum hádegistónleikum. Sem sagt líf og fjör í þýskunni.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira