Busavígsla á haustönn 2012

14/9/2012

  • Busavígsla 2012

Busadagurinn fór fram með hefðbundnu sniði. Nýnemar voru sóttir í tíma kl. 9:50 og þaðan leiddu eldri nemendur þau í smærri hópum niður í Gufunesbæ. Þar þurftu nemendur meðal annars að fara í gegnum drulluga braut og poll sem hafði myndast í rigningu undanfarinna daga. Á eftir fengu allir grillaða pylsu og gos og síðan gátu nýnemarnir farið heim til að þrífa sig.

Nemendafélagið var búið að undirbúa daginn vel í samstarfi við félags- og forvarnafulltrúa úr hópi kennara. Stjórnendur skólans fylgdust með að allt færi vel fram og kennarar sáu um grillið.

Um kvöldið voru um 660 nemendur á vel heppnuðu busaballi í Gullhömrum. Dj Jay-o, Agent Fresco, Úlfur Úlfur ásamt Emmsjé Gauta og Buff héldu uppi fjörinu.

Um morguninn varð óhapp í kennslustofu þegar nýnemi fór upp á borð til að syngja en rak sig í viftu sem var í gangi. Sjúkrabíll var kallaður á staðinn en þetta fór betur en leit út fyrir í fyrstu og drengurinn hlaut ekki alvarleg meiðsli. Hann fór á ballið um kvöldið og skemmti sér vel.

Forsvarsmönnum nemendafélagsins, stjórnendum skólans og þeim sem voru í stofunni var að vonum brugðið enda hefur markvisst verið unnið að því undanfarin ár að gera busadaginn sem ánægjulegastan fyrir alla aðila.

Busavígsla 2012
Busavígsla 2012
Busavígsla 2012


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira