Heilsueflandi Borgarholtsskóli

13/9/2012

  • Heilsueflandi skóli samsett lógó

Borgarholtsskóli er þátttakandi í átaki á vegum Landlæknisembættisins sem nefnist Heilsueflandi framhaldsskóli. Útgangspunktur verkefnisins er aukin lífsgæði og bætt líðan nemenda og starfsmanna í BHS. Starfið hófst á vorönn 2011 með með gagnaöflun og stefnumótun innan skólans.

Áhersluatriði hvers skólaárs eru eftirfarandi:
Næring, skólaárið 2011 – 2012.
Hreyfing, skólaárið 2012 – 2013.
Geðrækt, skólaárið 2013 – 2014.
Lífsstíll, skólaárið 2014 – 2015.

Komin er út skýrsla sem lýsir næringarátakinu á síðasta skólaári:
Heilsueflandi Borgarholtsskóli - Framvinduskýrsla í maí 2012.

Skólinn fékk styrk til að gera námsefni um næringu. Eftirtaldir kennarar skiluðu inn áhugaverðum verkefnalýsingum þar sem nemendur eiga að skoða ýmsar hliðar næringar:
Guðrún Ragnarsdóttir: Vídeóveisla
Guðrún Ragnarsdóttir: Stuttmynd um næringu
Hafdís Ólafsdóttir: Hollt og gott
Inga Jóhannsdóttir: Sælkeraferðalag
Kristveig Halldórsdóttir: Klippikvikun
Sólrún Inga Ólafsdóttir: Hvað á ég að borða í skólanum?
Sólrún Inga Ólafsdóttir: Innihaldslýsingaratleikur

Í vetur verður áherslan lögð á hreyfingu. Framundan er meðal annars Heilsudagur 4. október og Lífshlaupið, landskeppni í hreyfingu. Stýrihópur verkefnisins, sem er skipaður bæði nemendum og starfsfólki, hlakkar til að takast á við verkefni þessa skólaárs og vonast eftir góðu samstarfi við alla í BHS.

Nánari upplýsingar gefur Halla Karen Kristjánsdóttir, íþróttakennari.

Embætti landlæknis

Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira