Kennsla er hafin á haustönn

22/8/2012

  • Móttaka nýnema haustið 2012

Kennsla í dagskóla hófst í morgun. Innritaðir nemendur í skólanum eru alls 1459 eða 877 karlar og 582 konur. Þessi mundur milli kynja skýrist af því að fleiri karlar en konur eru í iðnnámi.

Nýnemar sem eru að koma beint úr grunnskóla eru 227. Þeir komu til móttöku í gær þar sem þeir fengu stutta kynningu á skólastarfinu í sal skólans og hittu síðan umsjónarkennara sína í kennslustofum.

Þess má geta að elsti nemandinn í skólanum er kona fædd árið 1947 en hún er í viðbótarnámi á félagsliðabraut. Það er gaman að sjá hvað nemendahópurinn er fjölbreyttur. Allnokkrir nemendur koma í skólann í gegnum átaksverkefnið Nám er vinnandi vegur en það er ætlað atvinnuleytendum sem eru yngri en 25 ára. Um er að ræða starfstengt nám eða iðnnám.

Við skólann starfa 135 starfsmenn, þar af eru 106 kennarar. Við hefjum skólastarfið þetta haustið af fullum krafti og vonumst eftir góðu samstarfi við nemendur og forráðamenn.


 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira