Borghyltingur á Ólympíuleikum

8/8/2012

  • Pétur Rafn Bryde

Pétur Rafn Bryde, nemandi við Borgarholtsskóla, var einn fimm íslenskra ungmenna sem kepptu á Ólympíuleikum í eðlisfræði í Eistlandi í sumar.

Íslenska liðið náði glæsilegum árangri í keppninni, en það skipuðu þau Atli Þór Sveinbjarnarson, Freyr Sverrisson, Hólmfríður Hannesdóttir og Stefán Alexis Sigurðsson úr Menntaskólanum í Reykjavík og Pétur Rafn Bryde úr Borgarholtsskóla. Komu þau heim með silfur- og bronsmedalíu, auk tvennra heiðursverðlauna. Pétur Rafn hlaut heiðursverðlaun.

Mikil vinna liggur að baki árangri sem þessum. Keppendurnir lögðu hart að sér en að baki þeim stóð einvalalið kennara og þjálfara. Magnús Hlynur Haraldsson, eðlisfræðikennari við BHS, þjálfaði Pétur Rafn og bjó hann undir keppnina.

Pétur Rafn Bryde og félagar í ólympíuliði í eðlisfræði

Pétur er fyrir miðju á myndinni.Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira