Iðnmeistari í bifreiðasmíði

30/5/2012

  • Volkswagen Golf ´85 bíl sem Anna Kristín Guðnadóttir gerði upp

Á dögunum varð Anna Kristín Guðnadóttir fyrst kvenna á Íslandi til að ljúka iðnmeistaraprófi í bifreiðasmíði. Útskriftin var frá Tækniskóla Íslands.

Anna er fjölhæfur nemandi. Hún fór í bifreiðasmíði að loknu stúdentsprófi og eftir sveinspróf lá leiðin í meistaranám. Nú leggur hún stund á förðunarfræði samhliða vinnu við tjónaviðgerðir.

Anna Kristín Guðnadóttir og Kristján kennslustjóriAnna lauk námi í bifreiðasmíði frá Borgarholtsskóla vorið 2010 og sveinsprófi sama ár. Þá var hún jafnframt fyrsta konan til að ná þeim áfanga. Hér til hliðar má sjá þegar Kristján Gunnarsson kennslustjóri afhenti Önnu blómvönd af því tilefni. Með þessari frétt er einnig mynd af Volkswagen Golf ´85 bíl sem Anna gerði upp á námsárunum.

Hér má lesa viðtal við Önnu í Morgunblaðinu.Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira