Samstarfsverkefni í listnámi
Á sunnudag fara fjórir fulltrúar frá Borgarholtsskóla til Eistlands vegna evrópsks Leonardo samstarfsverkefnis sem Ítalir, Íslendingar, Eistar og Lettar taka þátt í. Nemendurnir Agnes Lára Árnadóttir, Inga Harðardóttir og Vigdís Erla Guttormsdóttir eru glæsilegir fulltrúar skólans í þessu áhugaverða verkefni á sviði lista.
Með í för verður Kristveig Halldórsdóttir kennari sem hefur umsjón með verkefninu. Við óskum þeim stöllum góðrar ferðar til Eistlands en 3. júní halda þær áfram til Lettlands.