Viðurkenning frá Lýðheilsustöð

25/4/2012

  • Silfurverðlaun fyrir næringu - forsíða

Í dag afhenti Héðinn Svarfdal Björnsson, verkefnisstjóri hjá Landæknisembættinu, Borgarholtsskóla silfurviðurkenningu fyrir árangur í næringarátaki við skólann. Það var Bryndís Sigurjónsdóttir skólameistari sem tók við viðurkenningunni en margir hafa komið að verkefninu í skólanum.

Höfuðáhersla verkefnisins Heilsueflandi framhaldsskóli er á fjögur viðfangsefni, þ.e. næringu, hreyfingu, geðrækt og lífsstíl, en eitt viðfangsefni er tekið fyrir á hverju ári. Þegar skólar hafa uppfyllt lágmarkskröfur gátlista frá Lýðheilsustöð öðlast þeir gull-, silfur- eða bronsviðurkenningu eftir því hversu vell þeir uppfylla atriði gátlistanna.

Bryndís Sigurjónsdóttir skólameistari og Héðinn Svarfdal frá Lýðheilsustöð
Markmið verkefnisins Heilsueflandi Borgarholtsskóli er aukin lífsgæði og bætt líðan nemenda og starfsmanna í skólanum með áherslu á samspil andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar líðanar í nær- og fjærumhverfi skólans.


Heilsueflandi skóli samsett lógóÁhersluatriði á hverjum tíma eru þessi::
Næring, skólaárið 2011 – 2012.
Hreyfing, skólaárið 2012 – 2013.
Geðrækt, skólaárið 2013 – 2014.
Lífsstíll, skólaárið 2014 – 2015.

Í stýrihópi fyrir verkefnið eru eftirtaldir starfsmenn: Guðrún Ragnarsdóttir, Halla Karen Kristjánsdóttir, Bára Stefánsdóttir, Íris Björk Eysteinsdóttir, Ingibergur Elíasson og Hafrún Eva Arnardóttir. Auk þess eru tveir nemendur í hópnum: Guðbjörg Regína Gunnarsdóttir og Jóhann Ari Sigfússon. Fyrirtækið ISS sem rekur mötuneyti skólans hefur einnig reynt að koma til móts við kröfur um hollt vöruframboð. Þórey Gylfadóttir matráður er einnig í stýrihópnum.

Heilsueflandi hópur í Borgarholtsskóla
Sjá stærri mynd.Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira