Útskriftarsýning listnámsnema
Verið velkomin á opnun sýningar útskriftarnema á listnámsbrautar Borgarholtsskóla sem verður opnuð formlega fimmtudaginn 26. apríl kl. 17 - 19.
Úskriftarsýning nemenda á listnámsbraut Borgarholtsskóla verður haldin í Brimhúsinu við Reykjavíkurhöfn dagana 27. - 29. apríl næstkomandi. Opið er alla sýningardagana frá kl. 14 - 18
Þeir 25 listnámsbrautarnemendur sem eiga verk á sýningunni hafa sérhæft sig í margmiðlun, nánar tiltekið prent- og skjámiðlun. Verk þeirra eru fjölbreytt, m.a. er að finna ljósmyndaverk, skjáverk, vefsíður og þrívíddarverk.