Bílamessa í Borgarholtsskóla

4/5/2012

  • Bílamessa í Borgarholtsskóla vorið 2012

Bíladeild skólans var með vel heppnaða tæknidaga 3. og 4. maí. Þar var boðið upp á stutt námskeið og kynningar af ýmsu tagi í samstarfi við bifreiðaumboð og fagaðila í greininni.

Áhugaverðar málstofur voru í boði báða dagana og kynningar á nýjungum á sviði tækni og tækja. Meðal annars nýjar gerðir af sprautulakki, ný tæki fyrir vinnu við tjónabifreiðar og methanol til íblöndunar í eldsneyti.

Í tilefni dagsins fékk bíladeildin mælitæki fyrir rafgeyma að gjöf frá fyrirtækinu Car.is. Á myndinni tekur Kristján Gunnarsson kennslustjóri við gjöfinni.

Car.is færir skólanum mælitæki fyrir rafgeyma.

Hér má skoða dagskrá bílamessunnar (pdf skjal).

Bílamessa í Borgarholtsskóla vorið 2012
Bílamessa í Borgarholtsskóla vorið 2012


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira