Stærðfræðikeppni grunnskólanema

11/4/2012

  • Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanema 2012

Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanema var haldin í Borgarholtsskóla föstudaginn 23. mars 2012.

Þetta var í 3. sinn sem Borgarholtsskóli heldur stærðfræðikeppni grunnskólanema. Buðum við skólum úr Grafarvogi, Árbæ, Norðlingaholti, Grafarholti, Mosfellsbæ og Kjalarnesi að taka þátt. Að þessu sinni tóku 118 nemendur þátt í keppninni. Þeir komu úr Rimaskóla, Foldaskóla, Vættaskóla-Borgum, Norðlingaskóla, Varmárskóla, Engjaskóla og Húsaskóla.

Borgarholtsskóli heldur þessa keppni til þess að auka veg stærðfræðinnar og til þess að glæða áhuga á henni og auk þess lítur hann á keppnina sem lið í að auka samstarf  skólans og grunnskólanna. 

10 efstu nemendur úr 10. bekk fengu gjafabréf fyrir skólagjöldum á haustönn 2012 ef þeir velja að koma í Borgarholtsskóla. Hér fyrir neðan má sjá efstu sæti í 8.-10. bekk. 

8 bekkur:
1. sæti: Elvar Wang Atlason, Árbæjarskóla, með 90 stig
2. sæti: Hafþór Gísli Hafþórsson, Norðlingaskóla, með 74 stig
3. sæti: Einar Már Óskarsson, Rimaskóla, með 68 stig

9. bekkur:
1. sæti: Rósborg Halldórsdóttir, Varmárskóla, með 87 stig
2. sæti: Davíð Phuong Xuan Nguyen, Foldaskóla, með 84 stig
3. sæti: Bragi Snær Hallsson, Foldaskóla, með 81 stig

10. bekkur:
1. sæti: Aðalbjörg Egilsdóttir, Varmárskóla, með 98 stig
2. sæti: Snædís Guðrún Guðmundsdóttir, Varmárskóla, með 87 stig
3. sæti: Ásgrímur Ari Einarsson, Húsaskóla, með 86 stig.

 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira