Ekki er allt gull sem glóir!

30/3/2012

  • Heilsueflandi skóli samsett lógó

Stýrihópur um heilsueflandi Borgarholtsskóla býður áhugasömum starfsmönnum og nemendum upp á fróðlegan, gagnvirkan og skemmtilegan fyrirlestur um næringu kl. 8:30 fimmtudaginn 12. apríl.
Fyrirlesturinn er á sal og við hvetjum alla til að mæta en það er val kennara hvort þeir koma með nemendur sína.

Steinar B. Aðalbjörnsson

Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur og íþróttakennari heldur fyrirlesturinn Ekki er allt gull sem glóir! en hann fjallar um næringu, fæðubótarefni og hreyfingu.

Steinar hefur lagt á það áherslu að gera hlutina á sem einfaldastan hátt þegar kemur að mataræði og hreyfingu. Mikilvægt er að leggja áherslu á rétt magn af mat með hóflegri hreyfingu til þess að geta notið lífsins til fulls.
Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira