Framúrskarandi árangur í eðlisfræði

28/3/2012

  • Eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna 2012

Pétur Rafn Bryde, nemandi í Borgarholtssóla, varð í 4. sæti í lokaumferð eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna á Íslandi 2012. Hún var haldin helgina 24. og 25. mars í húsnæði Verkfræði- og náttúrufræðisviðs Háskóla Íslands. Til leiks mættu fjórtán keppendur úr fimm framhaldsskólum.

Nemendurnir öttu kappi í fræðilegum hluta á laugardeginum þar sem þau spreyttu sig á strembnum eðlisfræðidæmum. Á sunnudeginum tók svo við verklegur hluti þar sem keppendurnir fengu tvær uppstillingar þar sem verkefnið var að finna ákveðnar stærðir með mælingum og úrvinnslu á þeim.

Pétur Rafn Bryde

Að keppninni lokinni var haldin verðlaunaafhending á Háskólatorgi þar sem allir þátttakendur fengu bókagjöf. Ennfremur voru veitt peningaverðlaun fyrir efstu fimm sætin í lokakeppninni en þau skipuðu, auk Péturs, nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavík. Þeim verður boðið að fara sem fulltrúar Íslands á Alþjóðaólympíukeppnina í eðlisfræði 2012 sem verður haldin í borgunum Tallin og Tartu í Eistlandi dagana 15.-24. júlí.

Þetta er frábær árangur hjá Pétri og vonandi sér hann sér fært að taka þátt í þessari spennandi keppni í sumar.

Magnús Hlynur HaraldssonMagnús Hlynur, eðlisfræðikennari Péturs í Borgarholtsskóla, var að sjálfsögðu á keppninni.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira