TIA - Leonardo samstarfsverkefni
TIA - Leonardo verkefnið er nú komið á legg en það stendur fyrir Tradition, Innovation and Assessment in Vocational Art Education and Training. Um er að ræða samstarfsverkefni fjögurra skóla á Íslandi, Eistlandi, Lettlandi og Ítalíu.
Kristveig Halldórsdóttir, kennari á listnámsbraut í Borgarholtsskóla, hefur sett upp vefsíðu fyrir verkefnið á slóðinni http://vefir.multimedia.is/tia/. Þar hafa verkefnisstjórar í hverju landi sett inn nöfn á sínum nemendum og upplýsingar um skólana. Síðan á eftir að verða umfangsmeiri og nýtt efni verður sett inn á hana eftir hverja vinnuferð.
Markmið verkefnisins er að fá nemendur og kennara í mismunandi list -og verkgreinum til að vinna saman. Fyrsta workshop-vinnustofan verður í lok maí í Eistlandi - Lettlandi og svo í október á Ítalíu. Loka vinnustofan verður svo á Íslandi í júní 2013.
Nemendur í Borgarholtsskóla sem voru valdir til að taka þátt í verkefninu eru:
Agnes Lára Árnadóttir ‘ 93
Inga Harðardóttir ‘ 92
Vigdís Erla Guttormsdóttir ‘ 92
Hér er eldri frétt um verkefnið sem er styrkt af Menntaáætlun Evrópusambandsins.