Leiklistarferð til London

20/3/2012

  • Leiklist

20 manna hópur leiklistarnema og kennara í Borgó lagði land undir fót fyrir skemmstu. Hópurinn hélt til Lundúna þar sem hann heimsótti Globe leikhúsið, fór í ferð baksviðs í National Theatre, skoðaði Tate Modern Museum ásamt öðrum þekktum kennileitum borgarinnar. Hópurinn sá þrjár leiksýningar á meðan að á dvölinni stóð: Comedy of Errors eftir Shakespeare og söngleikina Lion King og Shrek.   

Leiklistarnemar tóku einnig hús á fyrrverandi Borghyltingi, Agnesi Þorkelsdóttur Wild, sem stundar nú leiklistarnám í London.  Agnes sýndi hópnum skólann sinn og hélt stutt erindi um uppbyggingu leiklistarnáms í skólanum.  Dagskráin hjá hópnum var nokkuð þétt en ánægjan skein þó úr andlitum ferðalanga þegar lent var á ný í Keflavík.

Leiklistarferð til London 2012


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira